VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

24.12.02

Ég trúi ekki að aðfangadagur sé runninn upp!!!!! Hvað er málið með tímann hérna??? Fullt af stressi...... og svo á morgun...finitto....! en þá tekur afslappelsi við... náttföt, mandarínur, bækur og videospólur... jólamatur og spilakvöld ;o) váaaaaaaaaaaa yndislegt.
Náði að versla massa mikið af jólgjöfum í gær... ég planari numero uno... var ekki alveg eins plönuð þessi jól og oft áður.... en þetta slapp allt fyrir horn. Hard Rock á Þorláksmessukveldi... man reyndar eftir Þorláksmessukvöldi dauðans fyrir nokkrum árum... já og þar kom Hard Rock við sögu... og ég fékk stærsta jólatré aldarinnar sent heim á greiðabíl og í augnablikinu var slökkt á farsímanum !
Annars er ég nú viss um að ég eigi góð jól innan um frábæra fjölskyldu og klassa vini ;-) Dansa full af eftirvæntingu inn í nýtt ár og gleymi 2002 eins og það leggur sig!!!
En ég segi bara GLEÐILEG JÓL og hafið það sem allra allra best um jólin og hittumst hress á gamlárskvöld
jólaknús og kossar.....

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com