VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

7.5.03



Þegar,
þegar ég sá þig fyrst
þín augu voru
norðurljós
og líf mitt varð
það varð stjörnubjart.
Og þitt bros
hátt á himni skein.

Og þegar,
þegar ég kyssti þig
þá fann ég heiminn
í hendi mér.
Hann var svo smár
eins og lítill fugl
sem lagðir þú í lófa mér.
Ástin mín.

Og þegar
þegar ég lá með þér
ég fann hjarta þitt,
snerta mitt.
Og okkar ást
var endalaus
eins og alheimurinn.
Ástin mín.

Já þegar
þegar ég sá þig fyrst
það var
það var
Ást.

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com