Núna er síðasta vikan fyrir kosningar. Allir fjölmiðlar yfirfullir af pólitískri umfjöllun, mismálefnalegri. Bloggarar láta til sín taka og fjalla um sín hjartans mál. Ég hef nú lítið tjáð mig hér um mína pólitísku sannfæringu. Það er allaveganna eitt sem að ég hef lært á minni stuttu ævi en það er það að pólitík og trúmál er viðkvæmt málefni og á alls ekki að tala um af léttúð he he... og pottþétt ekki um þegar að maður er í glasi... það virðist samt oft fara þannig... áfengi á svæðinu og allir fara að tala um kynlíf, stjórnmál og trúmál... ekki satt?? Ég get tekið hluti dáldið persónulega og nærri mér, er mjög passjonet í þessum þremur málaflokkum, en sumir eru miklu verri en ég.... ég man samt einu sinni ... þá fór mín að grenja... við vorum nokkur að tala um ritskoðun... ég var búin að drekka nokkra reddara og búmm allt í einu fór mín að gráta.... tárin bara streymdu... he he... ég gleymi þessu aldrei... fólk er bara eitthvað svo misjafnt og með misþykkan skráp. Ég reyni samt alltaf að taka afstöðu til málefna með gagnrýnni hugsun en stundum er eitthvað fast í manni og maður veit ekki akkurru manni finnst eitthvað... kannski er það uppeldislegt?? En ég er allaveganna stolt af mínum skoðunum en þær eru samt reglulega teknar til endurskoðunar... maður er jú alltaf að kynnast nýju fólki með aðrar skoðanir og fá nýja sýn á heiminn.
Það er allaveganna svo gaman að fylgjast með umræðunni og taka þátt í lífinu... skil jú mí??
Já þetta eru skemmtilegir tímar.... ég er að vona að fólk sjái sér fært um að mæta í kosningapartýið mitt og hvet alla til að mæta með opinn huga... get vel ímyndað mér að skoðanaágreiningur verði ríkjandi... og ég skal passa mig á því að fara ekki að grenja.... hí hí....
það væri samt gaman ef að þið kommenterið og giskið á hvar mitt atkvæði lendi :-)
<< Home