VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

12.11.03

Vá þvílíka spennufallið................ ég var öll í molum hérna í morgun, Magnús var í brjáluðu skapi og ég var öll út í útbrotum vegna stress. Sem betur fer var ég ekki mínútunni seinna en kl. 11 í þessu prófi því biðin var að gera út af við mig. Fór svo niðrí Helvíti með Magnúsi sem vældi og emjaði... en viti menn.... mín dró miða og mín kunni ALLT. Mér gekk bara alveg sjúúúúúklega vel :-) Jibbí... mátti sko alveg við því eftir stærðfræðina ! Núna er það bara rekstrarhagfræði á föstudaginn en fyrst er smá tjill ......

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com