VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

15.11.03

Komin í pinkupásu núna í próflestri....gekk vel í rekstrarhagfræðiprófinu í gærmorgun og fer ekki í næsta próf fyrr en á miðvikudaginn næsta. Samt er nóg að lesa það er ekki það, en mar á nú löggilta pásu skilið í dag ekki satt?
Fór út að borða í gær með Siggu Dóru og Sigrúnu í tilefni afmæla okkar í nóvember. Svo horfð ég á Idolið og er ALVEG 100% viss að litli dökkhærði Njálusnillingurinn muni vinna þessa keppni, hann er algjört idol :-) Stelpurnar gerðu þvílíkt grín að mér því ég féll í trans þegar hann var að syngja. Svo er mar búinn að fá einn afmælispakka beint frá Svíþjóð :-) Ég gat ekki setið á mér til mánudags og opnaði hann strax he he.. ég fékk náttföt og ekta sænskt súkkulaði frá skötuhjúunum í Svíþjóð (kannski að loppa hafi gefið með þeim he he he) Takk æðislega fyrir mig.
Annars er það bara tjill eins og maðurinn sagði og svo lestur. Fer í samningarétt í næstu viku og ætla að taka hann með trompi enda uppáhaldsfagið mitt:-)

Hugurinn hvarflar ansi mikið til jóla þessa dagana. Við systurnar keyptum meira að segja jólagjöf í gær og bærinn var troðfullur af fólki. Ég fékk því jólafiðring í magann, og í gær áður en að ég fór að sofa dreymdi mig stanslaust um jólin. Hef góða tilfinningu fyrir jólunum 2003 og get ekki beðið eftir að hafa það gott með famelíunni. Ég er að pæla í því að setja skóinn út í glugga og gá hvort að ég fái eitthvað, hope hope :-)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com