VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

19.11.03

Ég er komin með eitthvað bloggæði, held virkilega að ég hafi eitthvað að segja. En sannleikurinn er náttla sá að ég er að gera allt annað en að læra (eins og fram hefur komið) bara plís ekki fá leið á mér kids?!!??!!?

ég er búin að
-skoða allar bloggsíður í 300 metra radíus frá minni
-búin að raða skópörunum mínum tvisvar, fyrst eftir litum og svo eftir stærð
-búin að flokka fötin í fataskápnum eftir því hvenær þau voru keypt
-búin að þrífa klósettið nokkrum sinnum
-búin að steikjast í öllum sem eru onlæn á msn
-búin að fara milljón ferðir inn í eldhús og opna ísskápinn
-búin að skrifa jólagjafalista
-búin að skrifa niður nokkrar hugsanlegar interrail-ferðir
-búin að blogga milljón sinnum
-búin að gera magaæfingar
-búin að setja á mig maska og klippa táneglurnar
-búin að telja hvað loftljósið "titrar" oft á mínútu
-búin að ákveða í herju ég ætla að vera á próflokadjamminu
-búin að halda niðrí mér andanum eins lengi og ég get
-búin að fara í krabbastöðu

SEM SAGT BÚIN AÐ GERA ALLT NEMA AÐ LÆRA!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com