VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

18.11.03

hæ hæ
átti skrýtinn afmælisdag!
Byrjaði á brill hátt en ég fékk þvílíka súkkulaðiköku frá Tótlu og Maju á miðnætti ;-) reyndar gátum við ekki beðið eftir að borða hana svo hún var svona rétt að klárast fyrir miðnætti he he...
svo átti ég brill langlokusamtal á msn í nótt sem var líka mjöööög góð byrjun á þessu afmælisári ;-)......
en allaveganna þá er mar náttla bara búin að vera að lesa í dag og taka á móti hamingjuóskum..... fór og fékk mér pizzu og fékk fleiri ammælispakka vííííííí
svo voru margir sem að kíktu á síðuna mína í dag og pinku plebbalegt að óska mér ekki til hamingju þe. þeir sem að gerðu það ekki en kíktu samt :o) en annars getur mar ekki kvartað því þer ég kom heim áðan þá voru 19 missed calles á símanum!! já fólk sem að hugsar til manns og vill manni vel. Ég þakka bara kærlega fyrir ykkur öll elsku vinir ;-) þið eigið öll stað í hjarta mínu (sniff sniff, þið sem að lásuð 100 atriða listann minn vitið að ég er væmin) já mar er bara klökkur en allir sem þekkja mig vita að ég verð mjög meir á afmælisdaginn minn......

Hvernig ætli næsta ár verði? Ég er svo forvitin að ég er að springa, get ekki beðið eftir að upplifa ný ævintýri og gera skemmtilega hluti ;-) Ætli ég finni síðustu púslin í stóra púslið mitt?? Kannski og kannski ekki? Annars er það náttla bara mómentið sem skiptir mestu máli, það að sjá fegurðina í andartakinu og fanga sekúndubrotið.......
eins og litla snjókornið sem að bráðnaði á nefbroddinum mínum um daginn.....
um leið og norðurljósin svifu um eins og kona í náttkjól.....
frostið nísti inn að beinum en samt var mér heitt.....
og tárið sem að fraus þer það féll til jarðar....

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com