VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

9.11.03

Núna er mar að lesa fyrir stærðfræði próf og hvað er leiðinlegra en það? Ekkert! allavega ekki í mínum heimi...... annars stals ég aðeins til að kíkja á söfnunina áðan og vá mar hvað ég var eitthvað viðkvæm fyrir þessu (er stærðfræðin að hafa þessi áhrif á mig?) því ég bókstaflega grét yfir sjónvarpinu, hmmm kannski var það rauðvínsglasið sem að hann pabbi gaf mér sem að hafði þessi áhrif???

Núna er ég bara eitthvað að surfa netið og láta mig dreyma um hitt og þetta. Gegt mikið að hugsa til útlanda (ekki í fyrsta skipti) og pæla í hvert mar á að skella sér í Rassmússoninn?? Mig langar rosalega til USA eða Kanada, finnst þetta vera frábært tækifæri að komast til N-Ameríku og kynnast Kananum og hitta fræga fólkið :-) Annars er náttla draumurinn alltaf að flytja til Ítalíu og mig langar í masterinn þangað en eins og vitur maður sagði eitt sinn þá er best að taka einn dag í einu, allavega hef ég kynnst því að líf manns getur breyst á einni nóttu og þá geta nú plön fokið út í veður og vind sem minnir mig á rokrassinn á leiðinni í bæinn í gær. Mín var bara skíthrædd á stundum með píkupopp í botni og báðar hendur á stýri þ.e. korter í tvö stellingin að gera sig.

Horfði á MTV á fimmtudaginn (átti að vera að lesa undir próf) en gat ekki slitið mig fá glamúrnum. Smassaði Diljá á meðan en hún var að horfa í Hollandinu. Sat með Tótlu og sötraði hvítvín og át piparost með kexi og ákvað að byrja í megrun ekki seinna en í gær he he...
Við fögnuðum eins við hefðum unnið HM þer að Sigurrós fékk verðlaunin sín, löbbuðu þarna heldur álkulegir inn á sviðið innan um langa leggi og rauðar glansandi varir..... Eminem minn maður vann og dissaði gamanaðessu já já

Svo var það Idolið í gær. Fór á Kjaló og át kjulla og nammi (hmmm megrunin fór fyrir lítið) enda sagði Dóra hvað ég liti einstaklega vel út svo grönn og fín he he..... já mar er flottur enda komin með ný gleraugu til að taka munnlegu prófin með trompi! Bjössi Dan stenst mig ekki með þessi klassa Prada-gleraugu :-)

En aftur að diffruninni og ég ætla að finna hámark hagnaðar einhverra fyrirtækja sem framleiða transistora sem að ég veit ekki einu sinni hvað er og reikna eitthvað hágildi og bla bla ..... allavega þá bið ég ykkur vel að lifa

till next time......

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com