Mér gengur alltaf verr og verr í þessu stærðfræðiprófi í gær! Veit bara eitt og það er að ég kann miklu meira í stærðfræði en ég náði að sýna á þessu blessaða prófi.... svo var villa í prófinu sem uppgötvaðist ekki fyrr en próftíminn var hálfnaður og ég hafði setið sveitt yfir því dæmi og klórað mér í hausnum í hálftíma! Ég fór alveg út stuði....
Núna er ég að lesa lögfræði og fer í munnlegt próf í fyrramálið. Þetta er geggjað mikið efni og ég er að drukkna í lögskýringum núna. Var að gúffa í mig einu stykki 9"pizzu með tómötum og rjómaosti og basil ummmmmm, þurfti smá orkubúst! Át næstum ekkert í gær, var búin á því og eins og þið sjáið þá hef ég um ekkert annað að tala en mat og bækur enda EKKERT annað að gerast í mínu lífi þessa dagana...... dett endalaust inn á einhvern þvæling á netinu, lesandi blogg hjá einhverju fólki sem að ég þekki ekki neitt, skoðandi myndir og finnst allir lifa meira spennandi lífi en ég akkúrat núna. Tókst meira að segja að verða skotin í strák á blogginu!!! hvað er það?
æ svona get ég verið vitlaus, fannst hann bara svo helv. hnyttinn og ég bara var alveg að sjá okkur saman.... dó!! góður djókur.
Ég hef ákveðið að reyna að tæla karlkynslesendur inn á síðuna mína.... finnst eins og þeir séu í miklum minnihluta og ætla því að fara að tala meira um fótbolta, brjóstin á vinkonum mínum, billjard, púl og þannig dót (sem að ég veit ekkert um!) og svona ýmislegt sem að mér skilst að strákar hafi áhuga á.
Byrja á fótbolta... eins og þið vitið öll þá er ég Púlari og fannst helv hart að tapa leiknum á móti Utd um daginn, við áttum svooooo skilið að vinna! en hápunktur leiksins var þó þegar að Forlan datt um auglýsingaspjöldin það fannst mér fyndið he he he...
svo virðist þó sem svo að andstæður dragist saman því að ég hef alltaf parast með eintómum Man. Utd gæjum og auglýsi ég hér með eftir strákum sem halda með öðru liði en Man. Utd... þeir eru víst fáir held ég samt, það halda allir með andsk helv sömu liðunum á þessum klaka... jæja tala um brjóst í næstu færslu....
bæjó
<< Home