VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

3.11.03

Sit hérna upp í herbergi og ef að ég kíki út um gluggann er allt á kafi í snjó. Já það er snjór í Borgarfirðinum. Ég er stundum spurð hvernig ég hafi það í Borgarfirði og svei mér þá ef að það hafa ekki vaxið nýjar taugar þ.e. Borgarfjarðartaugar í mínum líkama. Hvenær ætli mar verði löggiltur Borgfirðingur???? He he en annars er það bara próflestur, nóvember mættur og ég fer í fyrsta prófið mitt á föstudaginn. Svo á mar ammæli í mánuðinum og fleira skemmtilegt eins og til dæmis próflok!!!! 22. nóvember já mar sér þann dag í hyllingum. Verst er að geta ekki mætt á árshátíð Samlífs nk laugardagskvöld :-( ég er nefnó að fara í stærðfræðipróf á mánudeginum svo það er hæpið að mar geti mætt og kvatt liðið. Mig langar bara svo svaðalega að fara....... dímar... en bellur og bellar, sjáumst síðar...

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com