VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

9.3.04

Af hverju ætli Skjár 1 sé alltaf niðri þegar að ég hef tíma til að horfa á hann??? Ég var þvílíkt tilbúin að horfa á Survivor áðan, fylgjast með Lex töffara, Ethan sem allir elska nema ég, Susan á breytingarskeiðinu, Boston-Rob sem þarf að fara í talkennslu og öllum þeim en viti menn.... náði ekki sambandi við serverinn og því lítið um sjónvarp hjá minni :-( Ég næ alltaf sambandi þegar að ég á að vera læra og það er sérstaklega gott samband þegar að ég er að lesa undir próf! Sjónvarpsguðirnir ekki góðir mjög....

Verð að segja ykkur frá nýja hermi George Formann grillinu sem kostar bara þrjúþúsund og fæst í Expert..... ég er að safna og ætla að kaupa næst þer ég fer í Exper.... grilla fitulausan mat og George lætur kg fjúka af mér... váts hvað ég hlakka til :-)

Núna er líka nýr Bachelor byrjaður og ég missti af fyrsta þættinum. Frétti að það hefðu verið tvíburastelpur sem að voru forljótar og duttu út he he.... innri fegurðin jább innri fegurðin....

Við Ingvar förum út á land fyrstu helgina í apríl, all set og get ég vart beðið. Ákvað að blogga um það til að lina tilhlökkunarverkina. Við förum sem sagt eftir 2 próf hjá mér og verðum yfir helgi, förum í pottinn, gufuna, eldum góðan mat og slöppum af..... þetta á eftir að halda í mér lífi í prófunum og það segi ég satt.

Já 8. vika að byrja í dag, og bara 2 eftir og svo koma próf..... fyrst félagaréttur og svo almenn lögfræði II.... nóg að lesa :-/ ég trúi samt ekki að fyrsta árið mitt sé að klárast... mér finnst ég vera rétt byrjuð. En þetta er fjer og mér finnst skólaganga mín hér á Bifröst ein besta ákvörðun sem að ég hef tekið um ævina.

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com