VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

26.9.04

Próf, próf og endalaus verkefni...
Ég var, muniði, að taka massíva lærdómshelgi þvi það eru 2 próf í næstu viku og milljón verkefni. Ég er alveg ótrúleg.. alltaf þegar að ég á að vera að læra finn ég mér eitthvað annað miklu mikilvægara að gera! Í gær fór ég t.d. í ræktina eftir langt hlé, fannst það allt í einu miklu meira heillandi en reikningshald. Í dag VARÐ ég að horfa á Oprah og ómægod hvað ég bara hreinlega missti það yfir þessum þætti! Gwyneth Paltrow var sko í þessum þætti og hann bara varð svo yfirþyrmandi væminn og ég sukkerinn átti bara í mestu vandræðum með sjálfa mig he he.... hún var eitthvað að tala um dauða pabba síns og fæðingu dóttur sinnar sem bæðevei heitir Epli!!! og þetta varð allt svo hræðilega dramatískt og sætt og væmið að ég bara sniff sniff....

Svefndjöfullinn sms.....
jamm fékk nokkur sms í nótt..... Ég var eitthvað að svara þeim hálfsofandi, veit ekki hvaða bull ég sendi, en allt í einu virtist sem að einhver væri á leiðinni í Borgarfjörðinn með leigubíl! Ég sem betur fer náði að stoppa það þegar að ég sá í hvert stefndi en djöll var þetta pirrandi að vera alltaf að vakna við sms og hringingar! Í morgun var ég svo alveg... stupid me.. akkurru setti ég ekki á silent??? Ég hugsa greinilega ekki skýrt svona á næturnar :-/


|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com