Var í bílnum áðan, keyrði í myrkrinu og úti er rigning og rok.... róleg lög í útvarpinu... umm gerist ekki betra.... svona stundir finnst mér dýrmætar, ég ein með sjálfri mér að hugsa um allt og ekkert... hálfgerð slökun :-)
Annars varð brjálaða vikan sem að var framundan ekkert svo brjáluð því það féll niður próf og kennsla vegna veikinda einn dag og verkefnaskil eru eitthvað voða fá þessa dagana... þábbara um að gera að njóta rólegheitanna he he ....
Fékk soðinn lax, kartöflur og bráðið smjör í Bollakoti 3 í fyrrakvöld. Ég hef ekki fengið soðinn lax í ár og aldir og djöll var hann góður. Kalli Maack hafði sko sjálfur veitt laxinn og matreitt hann svona snilldarlega fyrir okkur hin....
Svo er bara að bruna í bæinn á morgun því það er BIG helgi framundan..... ráðstefna, kaffihúsahittingur, Samlífspartý, klipp, lit og plokk, fatakaup!!!! :-), tjill með famelíunni...
= nóg um að vera (lítið um lærdóm hmmmmmm)
<< Home