VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

7.10.04

Voðalega er mar eitthvað latur að blogga... samt er sko alveg nóg að gerast... hmmm kannski þess vegna sem að maður er ekki nógu duglegur að tjá sig hérna á síðunni ????
Fékk önd áðan hjá Agnesi og Bjössa... voða gott, held að ég hafi ekki fengið önd í háa herrans tíð. Agnes var eitthvað voða stressuð að þetta myndi eitthvað misheppnast en þetta var þvílíkt gott og ég alveg hámaði í mig ummmm .... gat svo ekki stoppað eins lengi og ég vildi því að það var aukatími í arðsemisgreiningu út í skóla og ég ákvað að skella mér þar sem að það er próf á föstudaginn.

Ég og Sigrún sæta erum alveg dottnar inn í Amazing race og sátum stjarfar í gær með gulrætur og vatn (sko átak í gangi ;-) og létum einhverjar tvíburastelpur pirra okkur all svakalega. Mig langar svo hryllilega að ferðast svona um heiminn... horfði líka á Euro-trip á laugardaginn og vakti upp gamla interrail-drauginn minn... hmm Dill hva sejru???? Euro next summer????

Svo var heavy Samlífs-partý sl. föstudag, alveg búin að steingleyma að blogga um það!!!!!
Það var rosalega gaman, allt of mikið af áfengi og þá aðallega skotum og ég fékk mér einu skoti of mikið ....... segi þeim sem að vill heyra um ófarir mínar eftir það skot í einrúmi :-( Annars var mjög gaman að hitta alla aftur og það var ákveðið að hafa þetta árlegt héðan í frá ... ekki líst mér nu illa á það sko :o)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com