VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

22.1.06

Bíódagar. Hef nú séð Brokeback Mountain og Pride & Prejudice. Ég hef sem sagt farið oftar í bíó í sl. viku en frá sep-des í fyrra. Jamm og jæja. Þessar myndir voru fínar. Ekkert meira og ekkert minna. Brokeback Mountain olli mér vonbrigðum en nokkur atriði í henni voru virkilega velheppnuð. Hins vegar náði heildin ekki að heilla mig. Ég bjóst við að ég myndi grenja úr mér augun en sú varð nú ekki raunin. Í staðinn þá át ég fullan poka af nammi og drakk sykurkók! P&P var rómantísk. Ég skældi smá yfir henni því ég er sykurpúði fyrir nettri væmni og herramennsku. Hins vegar var hún soldið *ARG* og *PIRR* og ég hefði greinilega betur séð hana í USA en þeir fengu aðra útgáfu en við hin. Gleymi því aldrei þegar að ég sá ameríska endann á Three of hearts. Muniði eftir henni? Í bíó var breski endirinn en þá ók Sherilyn Fenn burt frá William Baldwin og hann stóð örvilnaður eftir á götunni. Í amerísku útgáfunni, sem að ég sá á video, stoppar Sherilyn hins vegar bílinn og Willi kallinn sest upp í bílinn og sjúg og slef.. allir happy. Ég átti ekki orð.

________________________________________

Ekki skil ég hvers vegna ég fékk 2 sms í dag þar sem að ég var beðin um að styðja ákveðna aðila í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Ég hef ALDREI búið í Kópavogi!

________________________________________

Fór á Vegamót með Tinnu í vikunni. Voða næs. Við reyndar fengum vont hvítvín og ég er hætt að panta mér hvítvín á Vegamótum. Ekki að fíla hvítvínið sem að er þar á boðstólnum. Ætlaði svo að panta mér hvítvín á B5 með Ólöfu en við enduðum í bjórnum. Fengum voða fansí pansí glös og vorum svakalega miklar pæjur og átum nautalundir. Idolstjarna afgreiddi okkur.
Hitti líka Bibburnar mínar og eldaði Bibbis aka Íris voðalega góðan kjulla handa okkur hinum. Úff... ég er sjálf orðin leið á þessum matarsögum mínum.. segi því over and out

knús
Bæbba

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com