Áfram Bifröst
Laugardaginn 28. janúar urðu þau tímamót í sögu lögfræðimenntunar hér á landi að í fyrsta sinn útskrifast lögfræðingar með fullgilt meistarapróf frá öðrum skóla en Háskóla Íslands. Þá útskrifuðust 8 einstaklingar með ML gráðu í lögum frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst en hún veitir öll sömu réttindi og embættispróf eða kandídatsgráða hefur veitt, m.a. rétt til að þreyta prófraun til málflutningsréttinda.
Allt frá upphafi lögfræðimenntunar hér á landi og til dagsins í dag hefur HÍ verið eini skólinn sem útskrifað hefur lögfræðinga.
Fyrir fimm árum hóf Viðskiptaháskólinn á Bifröst fyrstur skóla utan HÍ kennslu í lögfræði. Síðan hefur skólinn útskrifað tvo árganga með BS gráðu í viðskiptalögfræði. Viðskiptalögfræði sameinar greinar á sviði lögfræði og viðskipta og er undanfari ML gráðu í lögum á Bifröst eða MS gráðu í viðskiptalögfræði.
Mér finnst þetta frábært!!!
<< Home