VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

25.1.06

Hef nú lokið við lestur tveggja bóka. Fyrsta ber að nefna Þriðja táknið eftir Yrsu Sigurðardóttur. Þetta er glæpasaga sem að gerist í Reykjavík nútímans. Þýskur nemi finnst myrtur á hrottalegan hátt í HÍ og inn í atburðarásina fléttast galdrar og jamm örlítil ást. Mér fannst bókin fín, soldið svona sambland af Da Vinci code og Arnaldi. Stundum fannst mér samt ekki nógu mikið flæði í samtölunum en á heildina litið var þetta hin ágætasta afþreying. Nú ég lauk líka við Myndin af heiminum eftir Pétur Gunnarsson en hún var tilnefnd til ísl. bókmenn.verðlaunanna árið 2000. Sú bók er allt annars eðlis og synd að segja að hún sé spennandi. Hún er velskrifuð og myndræn en hélt mér samt ekki alveg alltaf vakandi. Hún er soldið heimspekileg ef að svo má að orði komast og þykir mér það fínt en ég get samt ekki sagt að ég hafi beðið spennt eftir að fletta henni þegar að tími gafst til.
Ég er líka alltaf að lesa smá í skaðabótarétti, ágætis lesning það (ég er ekki að djóka sko) en er ekki byrjuð á afleiðunum, vona að það fari að breytast.....

____________________________________________

Fyndið, við Bjarki og Ömmi hlógum dátt í bílnum á leiðinni í bæinn í dag þegar að ég galaði úr aftursætinu "Gjöra svo vel að aka hægar, 88. gr. umferðarlaga"!!!!! og við skellihlógum.... áttuðum okkur svo snögglega á því að við værum að hlægja að mjög svo aulalegum lögfræði "brandara".
Djókuðum líka heilmikið með framvirka samnninga um daginn og klínum "sennilegri afleiðingu" í aðra hverja setningu. Obbosslega fyndin... (as in alveg glötuð) Ég er viss um að enginn skilur þessa brandara okkar nema lögfræði og viðskiptafræðinemar!

___________________________________________

Við Tótla gerðum góðverk um daginn. (eitt af mörgum vil ég meina) Á aðfaranótt sunnudags c.a. hálf tvö þá ókum við fram hjá gangandi galaklæddu pari sem að barðist í vindinum. Það reif í rauðan kjól konunnar og hún var ábyggilega á 15 cm hælum í hálkunni. Við snerum við og pikkuðum þau upp. Ókum þeim, svakalega þakklátum, sem leið lá í Fossvoginn þar sem að kallinn skutlaði í okkur 5000 kall. "Smá" þakklætisvottur (það var ekki undan því komist að taka við peningnum) hann sagði svo orðrétt: " Ég er með margar milljónir á mánuði, held að ég geti launað ykkur góðverkið" Jamm ekki amalegt tímakaup þetta!! (gleymi alltaf að fletta kallinum upp en hann hlýtur að vera einhver stórlaxinn, annars eru svo sem svo margir komnir með millur á mánuði að það er næstum ekki í frásögur færandi)
En þetta þýðir bara eitt.... góðverksdjamm á næstunni!!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com