VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

4.2.06

Já hver hefði trúða því að ég sæti á ráðstefnu um skattamál á föstudagseftirmiðdegi??
og það að eigin vali!! neibb þetta var ekki hluti af skólanum, engar einingar, einungis pjúra fróðleiksfýsn um skattamál á Íslandi. Get ekki hugsað mér betri eftirmiðdag en sitja upp á 8. hæð hjá KPMG, horfa á Esjuna og sjóinn, hlusta á fyrirlestur um tvísköttunarsamninga og milliverðlagningu... just love it! Ekki var heldur verra að fá gott í gogginn og vera samferða sjamma dauðans í lyftunni (as in yfirmanni skattasviðs KPMG).
Nú skemmtilegheitin héldu áfram því ég kokkaði ofaní foreldra, systkini og maka þeirra, þegar að heim kom, og knúsaði ET áður en að við horfðum saman á IDOLIÐ eða Ídolet (sagt með MJÖG sænskum hreim) eins og Eiríkur sænski vill kalla þetta.
Röng manneskja datt út í kvöld og átti Bingó-gellan að detta út að mínu mati.... ég meina hún var svo í vitlausum þætti... var þetta ekki annars hippaþáttur?? ég bara spyr... en gellan mætti í syngjandi "ömmu"sveiflu í rauðum kjól með svarta uppháa hanska... GOD!

___________________________________________

Fór á "Ég er mín eigin kona" og líkaði svona glimrandi vel. Fannst sagan áhugaverð (þýskur transvestæt sem að safnaði antíkmunum, drap pabba sinn, lifði af nasismann og kommúnismann, var uppljóstrari STASI ogsovíðere...) Snilldarlega leikið af Hilmi Snæ sem stóð aleinn á sviðinu í næstum 3 klst. í hinum ýmsu hlutverkum (31 hlutverk). Gott stykki og gott kvöld...

___________________________________________

Kósýkvöld eru yndisleg. Átti eitt þannig í vikunni með T&T eins og ég vil kalla þessa ljúfu tvennu kvenkosti. Osturinn með mangostuffinu og furuhnetunum var BARA snilld... úff komin í matartalið... sem minnir mig á að ræktin er að virka og þá meina ég virka fínt! Fann snilldarsíðu og við Kata skvís erum sem óðar ... heilsan er jú það dýrmætasta semmar á, ekki satt?

___________________________________________

"Æsingar" vikunnar...
1.Myndbirtingarnar af Múhameð. Ekki að fatta þær (sé ekki alveg tilganginn með þeim) og hvað þá þessi öfgakenndu viðbrögð múslima. Finnst sárt að sjá fána Norðmanna og Dana brennda.. kemur eitthvað mjög svo illa við mig. Allt hið fáránlegasta mál.
2.Silvía Nótt og Eurovision... reka eða ekki reka... það er spurningin? Er nokkuð viss um að aðstandendur lagsins hafi fundið glufu í reglum RUV og notfært sér "ókeypis" auglýsingu á laginu... það kemst náttla deffinettlí áfram... enda er lagið bráðsnjall og eila alveg HILLARIUS... já til hamingju Ísland því ég fæddist hér... á vel við báða "æsingana"

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com