VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

6.4.06



Fór í sumarbústað um síðustu helgi með æskuvinkonum mínum í saumó. ( Á myndinni hér að ofan erum við í Amsterdam :) Sumarbústaðarferðin var alveg yndisleg. Við vorum í flottum bústað á Flúðum og fengum alveg hreint frábært veður. Við stoppuðum í Hveragerði og versluðum ... alveg hreint tróðum í körfurnar...

Helgin leið svo eins og í draumi. Potturinn, grill, göngutúrar, "fjall"göngur, Sex&City, slúður, Kani, G&T, bjór, freyðivín... hikk hikk ;) svefn og bara almenn yndislegheit.

Sjokk helgarinnar: Ég, Anna M og Íris í pottinum fengum þær fréttir að Silvíu Nótt hefði verið vísað úr keppni! (hvernig áttum við að vita að það væri 1. apríl)

Óheppni helgarinnar: Ólöf þegar að hún fékk höfnun á kortið sitt og síðar át einhver hraðbanki kortið hennar!!!!

Uppáhalds helgarinnar: Grillaður lax og með því.... ég át svo mikið að ég var eins og ein af þessum ófrísku!

Vonbrigði helgarinnar: Léleg drykkja! (get kennt sjálfri mér um það)

Kokkur helgarinnar: Sóley sérstaklega þegar að kakan brann ;)

Fréttir helgarinnar: Íris færði okkur þær... úff

Upprifjun helgarinnar: Þjóðhátíð í Eyjum... Margrét stoppaði Mylluna og fannst í úldinni peysu ;)

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com