VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

8.4.06


Loksins, loksins, loksins...... loksins vann sá sem að ég hélt með í Idolinu!!
Ég hef nefninlega alltaf haldið með þeim sem að lenti í 2. sæti eða já því 3. .... allaveganna gaman að þessu! Mér fannst úrslitin þrælskemmtileg. Snorri hafði betur að mínu mati í fyrstu umferð og eins og Sigga orðaði það svo pent þá rann ég til þegar að hann tók Robbie :) Nú í 2. umferð þá söng Ína Joplin sig upp aftur og tók þá umferð. Í lokaumferðinni sungu þau frumsamið lag og ég sver það... lagið var samið spes fyrir Snorra...!! Það hentaði honum fullkomnlega og gerði útslagið að mínu mati. Go Snorri! En vá sáuði Andreu Róberts... hún var að taka viðtal við misdapurlegt lið á Players... og spurði svo einn ágætan mann "Hvernig Idol verður svo hann Snorri?" "Nú bara svona eins og hann er á sviðinu" var svarið.... "Já, leiðinlegur" svaraði Andrea þá!!!!!!!!!!! Ég meina það.. þetta var svo hallærislegt... Nú svo söng Hildur Vala lag. Hún hefur horast svo niður greyið að mér eila bara brá. Hvað fannst ykkur? Ég fékk nett sjokk að sjá hana þarna.. svo kunni hún ekki textann á laginu sem að mér finnst mjög spes. En eins og ég segi þá var kvöldið MJÖG skemmtilegt og einhvern veginn held ég að kvöldið í kvöld gæti jafnvel orðið betra!!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com