VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

12.4.06

Við hvað eruði hrædd? Ég er logandi hrædd við hákarla og rottur. Ég horfði um daginn á Jaws III og varð alveg hreint um og ó! Svo sá ég einu sinni mynd um fólk sem að flutti inn í nýtt hús með nýfætt barn sitt en milli þilja leyndist risarotta. Hún var ógeðslega viðbjóðsleg ... ég fæ rosalegan hroll núna þega að ég skrifa þetta... já og þessi risarotta var sko svöng og vildi éta mannfólk.. úff.
Ég er eiginlega meira hrædd við þessi dýr en t.d. drauga. Ég fæ nefninlega ekki svona viðbjóðshroll þegar að ég sé draugamyndir. En ég hef heldur ekki gert það upp við mig hvort að ég trúi yfirhöfuð á drauga... en ég veit að hákarlar og rottur eru til! (ekki það að ég mæti þessum kvikindum daglega). En ég trúi hins vegar á örlög. Ég veit að hver er sinnar gæfusmiður en ég held að sumt eigi hreinlega að gerast, sérstaklega hvað varðar ástina. (kannski er maður bara svona rómantískur?) Ég fékk þannig tilfinningu um daginn, hún var þvílíkt sterk og hluti af mér trúir ennþá að hún hafi verið rétt.
Hvort ætli örlög mín séu að verða étin af hákarli eða risarottu?

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com