VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

10.4.06


Ég brá undir mig betri fætinum og fór niður í miðbæ Reykjavíkur sl. laugardagskv. Ég tróð mér í partýdress og Kata skvís krullaði á mér hárið svo ég var fær í flestan sjó. Fyrst lá leiðin á æskuslóðirnar í Breiðholti þar sem að ég og Íris vinkona sötruðum hvítvín og horfðum með öðru auganu á Söngkeppni framhaldsskólanna. Ég hef varla komið upp í Breiðholt síðan að ma og pa fluttu þaðan 1996... mjög spes að vera ALLTAF einhvers staðar og svo allt í einu aldrei. Nú við vinkonurnar urðum fljótlega dáldið tipsy og tilbúnar í slaginn. Við byrjuðum á Thorvaldsen. Þar var fullt af liði og fín stemmning. Ég bjóst einhvern veginn við að staðurinn yrði fullur af útlendingum en svo var nú ekki þetta kvöldið. Fyrstan á svæðinu hittum við Sigga leikfimikennara... hann dansaði sem óður væri við okkur á dansgólfinu og vildi draga okkur á Nasa. Svo hittum við ungan mann sem að var óhræddur við að bjóða okkur í glas og ég drakk Mohijto á methraða! Nú svo hittum við annan ungan mann sem að mér leist voðalega vel á. Hann bauð mér í glas, sagðist heita Siggi og vera viðskiptafræðingur. Áður en ég vissi af var ég búin að stinga Írisi og unga manninn af og mætt á Dubliners!! með Sigga. Þar bauð hann mér upp á annan drykk og við vorum á heljarinnar trúnó. Svo segir hann allt í einu... "ég þarf að segja þér soldið, ekki vera brjáluð" "ég á sko konu" !!!!! ....ég meina það... ég starði á hann og sagði "þú heitir kannski ekki Siggi?" jú jú hann sór það og svo kom sagan um að það gengi illa á milli hans og konunnar en hann gæti ekki yfirgefið hana út af barni þeirra æ þið kannist við þessa sögu.. allaveganna hef ég heyrt hana milljón sinnum og ég gæti ælt. Jæja ég stóð upp og sagðist vera að fara á salernið... "Ætlarðu að stinga mig af?" Ég horfði blákalt á hann og svaraði "Nei, nei" og gekk beint út. Þá hitti ég Írisi aftur en hún hafði skellt sér á Nasa. Þá urðu nú fagnaðarfundir :) við vinkonurnar sameinaðar á ný og héldum við áfram að mála bæinn rauðan... fram á rauða nótt!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com