Íbúðarmál, dúnsokkar og Jens
Ég hef mikið verið að velta fyrir mér íbúðarkaupum upp á síðkastið. Ég vil kaupa mér íbúð sem að er nýuppgerð í húsi sem að vel er við haldið eða þá nýja íbúð í nýju húsi. Ég er til dæmis núna mjög heit fyrir Bryggjuhverfinu í Reykjavík, finnst það mjög smart hverfi og margar íbúðanna þar henta mér vel, held ég? Ég hef mikinn áhuga á hönnun og þess konar hlutum og hef þegar innréttað "draumaíbúðina" í huganum en það eru nokkrir hlutir sem að ég mun kaupa mér þegar að ég flyt inn í nýtt húsnæði... en á meðan að ég læt mig dreyma um nýja flotta íbúð sit ég og læri.. og nú hef ég ákveðið að halda áfram og verða lögfræðingur og svo lögmaður. Held að draumar mínir séu bara að rætast hvað þetta allt varðar :) Maður verður nú á grænni grein.. orðinn lögfræðingur í íbúð í Bryggjuhverfinu...keyrandi um á já hverju????? BMW! Ætli maður verði ekki uppi í lagi.... en þið sem þekkið mig vitið nú að ég er snobbuð á góðan hátt..... ég veit hvað skiptir mestu máli og það er ekki dýra húsið og bíllinn ónei..... bara svo við höfum það alveg á hreinu!
Annars er þetta nýja æðið hjá mér:
Svona dúnsokkar... en það er rosalega kósý að liggja í þeim upp í sófa og horfa á tv. Ég þjáist nefninlega af miklum fótkulda og finnst þvílíkt gott að hafa svona dúnsokka til að hlýja táslunum....Eigiði svona?
Annars er Jens frændi að spá í viðskiptalögfræðinni uppá Bifröst og ég samþykkti með glöðu geði að vera meðmælandi hans á umsókninn hans. Ef að hann ákveður að skella sér þangað mun hann skemmta sér konunglega, á því er enginn vafi :)
Efnisorð: heimspeki og já lífið
<< Home