VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

30.11.06

Lisabonn

Fiskréttir og brenndar hnetur
sporvagnar og gosbrunnar
verslanir og dómkirkjur
jólaljós og blöðrur
rigning og sól
mótmæli og hiti
salsa og mohito
glaðlegir heimamenn
allt í boði EFTA

já ég hef lagt það í vana minn undanfarið að yrkja ljóð um borgirnar sem að ég ferðast til. Ég ákvað því að skella einu svona stemningsljóði á bloggið en þetta var tilfinningin sem að tók með mér frá Lisabonn. Lisabonn er skemmtileg borg. Hún býður upp á skoðunarferðir og verslunarleiðangra. Yfir borginni gnæfir kastali og um hana bruna litlir sporvagnar troðfullir af fólki. Portúgalir eru einstaklega glaðlegir og tala mjög fína ensku, líklega m.a. vegna þess að þeir talsetja ekki erlendar myndir. Við Einar vorum dugleg að prófa þjóðlega rétti og pöntuðum t.d. 2 kjötrétti eldaða á portúgalskan máta. Annar þeirra var kjöthleifur með spældu eggi ofaná og hinn var kjöthleifur í saltlegi með skinku og kartöflum ofan á. Báðir týpískt portúgalst! Nú við urðum nú að prófa fiskrétti líka, enda Portúgalir margrómaðir fyrir fiskrétti sína. Við pöntuðum því líka þorsk, matreiddan á þrjá vegu og rækjur í hvítlaukslegi. Allt voða gott. Þessum réttum var svo skolað niður með hvítvíni. Þar sem að þetta var vinnuferð hjá Einari þá fórum við út að borða öll kvöldin með samstarfsfólki hans. Veitingastaðirnir voru valdir fyrirfram svo að við Einar þurftum ekkert að hugsa né borga! Við fórum á tvo traditional veitingastaði og var annar þeirra eins og stórt eldhús með mósaíkflísum og ys og þys. Síðasta kvöldið fórum við hins vegar á mjög flottan stað þar sem að mikið var lagt upp úr hönnun. Réttirnir þar voru listaverki líkast og útsýnið var ekki slæmt. Risastórir gluggar sneru út að sjó og þar sáum við skip sigla fram hjá. Portúgalir borða mjög seint eins og flestir í S-Evrópu og það var t.d. fólk að koma út að borða kl. 23:30!!! Eins og ég nefndi áðan þá er gott að versla í Lisabonn, hagstætt verð og var því VISA kortinu leyft að njóta sín. Ég hafði líka svo fínan burðarsvein með mér í búðunum, ekki slæmt hahaha :) Hótelið sem að við vorum á var rosalega flott. Herbergin voru öll hin glæsilegustu, dúsí rúm, tv-með milljón stöðvum, mini-bar sem var geggjaðslega flottur, flott hönnun á baðherbergi t.d. kranar e. P. Starck. Nú ekki var svo verra að maður mátti ekki bregða sér út af herberginu nema það væri búið að búa um og skella kveðju og súkkulaðimolum á koddana. Einnig hlupu þjónarnir á eftir okkur og héldu á pokum eða töskum fyrir mann, pöntuðu leigubíla og opnuðu hurðar í gríð og erg. Já mér leið eins og prinsessu ;) Eitt kvöldið fórum við á "alvarlegt" djamm þ.e. pöbbarölt þar sem að við máttum aðeins stoppa í einn drykk á hverjum pöbb. Á einum barnum dönsuðu barþjónarnir salsa í takt og við skáluðum öll í mohito. Við enduðum svo á diskóteki niður við höfnina og keyptum svo pulsu á heimleiðinni eins og sönnum Íslendingum sæmir. Á heimleiðinni flaug ég svo í gegnum London og hitti Ingu. Við Inga höfðum það kósý eins og alltaf, drukkum kampavín og fórum í lunch á danskan veitingastað. Hann var geggjaður og ég komst í sannkallað jólaskap þar. Svo versluðum við á Kings road og það var því södd, glöð og útversluð lítil stúlka sem að skreið upp í rúm í Selvogsgrunni aðfararnótt þriðjudags. Nú hefst hins vegar niðurtalningin aftur...... 22 dagar í Einar!

Hér eru myndir

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com