VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

4.2.07















Bifró
Sl. föstudagskvöld skelltum við meistaranemarnir okkur á árshátið skólans. Árshátíðin var haldin á Hótel sögu og skemmtum við okkur konunglega. Orðatiltækið "þröngt mega sáttir sitja" átti vel við þetta kvöld og við skáluðum alloft fyrir okkur og hvað við værum vandræðalega frábær! Fyrir utan skemmtileg Bifró atriði og tilraun okkar til að fá Ögmund kosinn Herra Bifröst fannst mér skemmtilegast að pæla í kjólunum en sorglegast að sjá þegar að nokkrar stúlkur urðu ofdrukknar og hálfveltust um salinn einmitt í þessum sömu fínu kjólum hehe... Ég hins vegar hélt dömunni allt kvöldið eða þar til að Svitabandið tók Sísí fríkar út en þá varð dansgólfið skyndilega allt of lítið. Annars átti ég ekkert í Mattý, Þóru, Bjarka og Ömma sem að nánast réðu dansgólfinu þarna um tíma! Ég ætla ekki að ræða lok þessa kvölds enda veit ég mest lítið um þau (spyrjið Höllu og Sóleyju) en ég vona að rólan hafi ekki komið við sögu hmmm Guðný. Það lítur út fyrir að þetta sé mitt síðasta Bifró og ég gæti alveg farið að skæla yfir því en í staðinn þá þakka ég bara ML-ingunum fyrir skemmtilegt kvöld og hlakka til næst :)

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com