VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

5.2.07

Eiríkur Tumi segir frá....


Ég "lenti" í pössun í gær..... frétti það rétt eftir hádegislúrinn minn að frænka ætti að koma að passa mig. Ég kann sko á henni tökin svo ég var nú bara nokkuð hress með það. Ég ákvað að smjaðra smá fyrir henni þegar að hún mætti á svæðið og hljóp beint í fangið hennar og knúsaði hana. He he... hún bráðnaði alveg og ég vissi að núna myndi hún leika við mig ALLAN tímann. Við byrjuðum á að fara inn í eldhús. Ég var nú ekkert sérstaklega svangur en ákvað að leyfa henni að gefa mér nokkrar skeiðar af skyri og svo drakk ég djús úr skvísunni minni og mjólk úr glasinu mínu strax á eftir! Geggjuð blanda! Því næst fórum við inn í stofu þar sem að ég valdi dvd disk til að horfa á. Á meðan að við horfðum á hann, þá púslaði ég og las bók ALLT á sama tíma. Jamm, maður er enginn vitleysingur! Ég púslaði meira að segja alla efstu röðina í púslinu mínu án hjálpar!!! Já þið megið klappa núna, annars geri ég það bara sjálfur (mér finnst það nú ekki leiðinlegt). Ég frétti svo seinna að frænka hefði falið fjarstýringarnar oní þvottakörfu og man næst að leita af þeim þar! Hey, allt í einu sá ég að frænka var farin að gægjast í blað!!! Hmmmm hvað var til ráða?? Ég var nú ekki lengi að redda því og tróð mér í fangið hennar og smellti á hana nokkrum kossum og hló voða mikið! Hjúkk, hún lagði frá sér blaðið. Þá ákvað ég að troða upp í hana snuddu og rífa hana svo út úr henni. Þá fór hún að hágráta en það fannst mér tryllingslega fyndið og stakk snuðinu aftur upp í hana til að þaggi niðrí henni. Þetta gerði ég svona 60 sinnum og hefði gert þetta oftar ef að snuddan hefði ekki horfið! Jæja, ég fór svo að benda upp í loft og segja bí bí bí... eða það hélt frænka heheheh.. þarna gabbaði ég hana sko aftur! Ég kann sko ensku og var að segja beibí! Við fórum inn í eldhús aftur, ég var nefninlega orðinn soldið svangur en nennti ómögulega að sitja í stólnum mínum. Frænka mataði mig því á meðan að ég gekk um gólfið og skoðaði það sem að hékk á ísskápnum. Ég át víst 2 skálar af skyri! Maður er nú að stækka!! Svo ákváðum við að kíkja aðeins upp til granny. Þar fékk ég ost, agúrku og tómat og ákvað að mata frænku aðeins líka. Nú svo missti ég tómat í gólfið og rölti í rólegheitunum og henti honum í ruslið, maður er sko snyrtipinni líka! (þegar að ég vil það). Jæja, loka trixið mitt var að skæla smá þegar að frænka fór (maður verður að tryggja sæti sitt sem uppáhalds og besti) og veifaði henni í gegnum gluggan meðan að ég horfði á hana trítla út í bíl. Þegar að hún var farin horfði ég á granny og dæsti... þótt að frænka sé skemmtileg er nú ágætt að vera laus við hana í bili.... hún nefninlega kyssir mig einum of mikið!!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com