Bæjarferð
Mikið er gaman að fá vinkonur sínar í heimsókn. Sigga og Diljá voru að fara rétt í þessu og Tinna kíkti við í gær. Litlan fékk fullt af pökkum. Ég bakaði skúffuköku eins og sannri húsmóður sæmir og Einsi gerði mexikanska ídýfu. Svo er ég mikið að velta því fyrir mér að fara með Einari í bæinn á morgun. Hann er að fara á fund og mig langar svo í heimsókn með litluna til afa og ömmu. Hún verður 2ja vikna á morgun, haldiði að það sé ekki fínu lagi að kíkja með hana í heimsókn?
Efnisorð: Barnahjal, Daglegt líf
<< Home