VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

24.1.08

Gleði hjá litlum sjóara

Herdís María er farin að hlægja. Það er sko ekki lítið fyndið þegar að hún hlær. Það er eins og að raddböndin séu ekki tilbúin fyrir svona mikinn hlátur því hún hlær eins og rámur lítill sjóari! Hláturinn kraumar í hálsinum og sprettur svo fram eins og "whiskey woice" Við Katrín bókstaflega grétum af hlátri þegar að hún tók hláturskast. Þetta er bara það mest krúttlegasta. Núna hefur hláturinn aðeins breyst og er "mýkri" en þarna fyrst. Jæja best að fara að láta hana hlægja... ekki verra að byrja daginn á smá hlátri!

Björn Ingi bara hættur í pólitík! Þá getur maður ekki hneykslast á honum lengur. Hann má þó eiga það að hann mætti í alla sjónvarpsþætti e. Rey-málið og útskýrði mál sitt. Það var meira en að Villi gerði. Ég er eitthvað svo meir alltaf.. ég hálfvorkenni honum. Merkilegt að sjá hve stuðningurinn við nýja meirihlutann er þó mikill þ.e. 26 %. Ég hefði giskað á svona 15%.
Það eru gleðifréttir að yfir 55% vilja sjá Dag sem borgarstjóra, Villi var bara með 18% og Ólafur í kringum 5%!!!!! Pælið í því... (tölurnar eru skv. könnun Fréttablaðsins) Vonandi verður Dagur aftur borgarstjóri áður en að langt um líður. Helst vildi ég að kosið yrði aftur í Reykjavík! (úpps ég fengi ekki að kjósa enda Borgnesingur)

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com