VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

23.2.08

Atonment

Fór í bíó í sl. viku og sá Atonment. Hún var mjög góð. Flott myndataka, listræn stjórnun, flottir búningar og vel leikin. Allt vel gert. Sagan er líka sláandi og ég sé svolítið eftir að hafa ekki lesið bókina fyrst. Ég hef því miður ekki séð margar þeirra bíómynda sem að tilnefndar eru til Óskarsverðlauna. Held að þetta sé í 1. skipti sem að ég fer í bíó eftir að HM fæddist. En aftur að myndinni. Mér fannst leikarinn, James Mcavoy, sem að lék aðalhlutverkið mjög góður. Hef aldrei séð hann áður. Mér fannst Keira Knightley fín en váts hvað hún er horuð. Það truflaði mig smá. Og já hún sem að lék litlu stelpuna var mjööög góð. Myndin fjallar um það hvernig líf fólks getur breyst og þá bara vegna misskilnings/lygi einnar persónu. Mæli með þessari tregafullu, ljóðrænu og rómantísku mynd.

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com