VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

18.2.08

Herdís María í pössun

Við foreldrarnir fórum í partý sl. laugardagskvöld. Voða skemmtilegt sumarþemapartý hjá Jakob og Söndru. Herdís María var í pössun hjá ömmu sinni og afa í Selvogsgrunni á meðan. Ég ætlaði að koma henni niður áður en að við færum en ónei mín litla var ekki á þeim "sokka"buxunum að fara að sofa og streittist á móti. Amma hennar rak okkur foreldrana svo bara út og hringdi klukkutíma síðar og sagði að daman væri sofnuð... þvílíkur léttir!!! Jæja við skemmtum okkur vel í partýinu en þegar að heim kom mætti okkur lítil dama með RISAaugu. Herdís María hafði vaknað stuttu eftir að amma hringdi og vildi ALLS EKKI fara aftur að sofa heldur sat á milli afa síns og ömmu og horfði á sjónvarpið... til klukkan 2!!!
Fyrst vildi hún ekki líta á mömmu sína en þegar að ég tók hana í fangið grúfði hún sig oní hálsakotið mitt og knúsaði mig. Við foreldrarnir lögðumst svo með hana á milli uppí rúm. Þá leit hún fyrst á mömmuna, svo á pabbann, dæsti hátt, lokaði svo augunum og steinsofnaði. Við áttum ekki orð!! Þessi litla dama er karakter í lagi og veit sko hvað hún vill!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com