Herdís María borgarpía
Herdís María fór í Kringluna í gær með foreldrunum. Hún fékk nýja kerru og fannst alveg frábært að geta horft á allt og alla í kringum sig í Kringlunni. Hún horfði forvitin á afgreiðslufólkið í búðunum og fílaði ekkert smá vel að fá athygli. Pabbinn fékk líka athygli og fer líklegast núna að storma um bæinn með Herdísi Maríu í kerrunni!! (hún er babemagnet!) Við fórum svo á Café Paris og það fannst dísinni minni sko heldur ekki leiðinlegt. Sat í kerrunni sinni og fékk eplamauk sem að hún át af bestu lyst! Svo versluðum við fyrir hana baðstól og sundbol en 1. sundferðin er áætluð á morgun!
Efnisorð: Barnahjal
<< Home