VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

15.2.08

Ég bara hreinlega..

nenni ekki blogga um gamla góða Villa, samt gæti ég talað um þessi borgarstjórnarmál í 3 klukkutíma. Mér finnst þetta allt svo ferlega asnalegt. Um að gera að krefjast þess að aðrir segi af sér ef þeir eru staðnir að ósannindum en sitja svo sem fastast sjálfur. Annars óska ég engum að lenda í svona orrahríð eins og sumir stjórnmálamenn lenda í þegar að þeir gera "mistðk" eða "lenda í einhverju".
Ritgerðarskrifin ganga ferlega hægt og ég er orðin svo stressuð að ég er hreinlega að fara yfir um. Hvernig verð ég eiginlega í apríl? Þessi blessaða danska doktorsritgerð er eitthvað að vefjast fyrir mér og það verður ekkert úr tímanum. Einar ákvað að taka sér feðraorlof 2 daga í viku svo ég gæti skrifað. Það vildi ekki betur til en það að fyrsta daginn sem að hann tók frí þá þurfti hann að fara á námskeið og þriðja daginn lagðist hann í gubbuna. Svo ég geng hér um gólf og hárreyti mig og hræði barnið mitt og ég held að Einar sé verulega farinn að sjá eftir kynnum sínum við mig!
Helgin fer ekki í ritgerðarskrif. Við erum boðin í partý annað kvöld í RVK svo meirihluti helgarinnar fer í bæjarferð. Best að stressa sig yfir því líka!
Ok, nú ætla ég að skella slökunardisk á fóninn... er það ekki bara málið?

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com