Þú ert yndið mitt
Þú ert yndið mitt yngsta og besta,
þú ert ástarhnossið mitt nýtt,
þú ert sólrún á suðurhæðum,
þú ert sumarblómið mitt frítt,
þú ert ljósið sem lifnaðir síðast,
þú ert löngunnar minnar Hlín.
Þú ert allt sem ég áður þráði,
þú ert ósk, - þú ert óskin mín.
Þórarinn Guðmundsson / Gestur
Elsku besta, yndislega og fallega Herdís María á afmæli í dag. Hún er 1 árs. Hjörtu foreldranna eru að springa úr gleði og stolti. Við erum svo lukkuleg og teljum okkur svo heppin að hafa fengið að kynnast og njóta Herdísar Maríu. Hlökkum til ókominna fjölmargra ára með dömunni, yndinu okkar besta sem að við elskum svo heitt.
Efnisorð: Afmælisbarn dagsins, Barnahjal
<< Home