VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

24.9.08

Naflastrengurinn loksins slitinn??

Já það er spurning hvort að naflastrengurinn sé nú loksins rofinn eða hvort að ég hafi náð að teygja hann úr Borgarnesi til Reykjavíkur?? Ég svaf allavegnna án litlu dísinnar minnar í nótt. Svaf í sama rúmi og Katrín systir. Ætlaði mér að fá rosalega góðan nætursvefn en Katrín sá um að vekja mig nokkrum sinnum. Pikkaði í mig um miðja nótt og spurði hvert að ég væri að fara! Svo blaðraði hún eitthvað meira upp úr svefni.
Einar sagði að hann og Herdís hefðu sofið rosalega vel og daman rumskaði ekki einu sinni ALLA nóttina!!!!! Ég er nú vægast sagt soldið móðguð. Ég nenni ekki að vera ómissandi en vil það greinilega samt!!
En allaveganna ef að þið eruð að fara út á land, viljiði þá passa að keyra ekki yfir naflastrenginn minn... hann liggur þarna meðfram þjóðvegi 1.

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com