VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

18.9.08

Tuskan á lofti!

Já undirbúningurinn fyrir afmæli prinsessunnar stendur sem hæst. Hún veit nú svo sem minnst af þessu litla kellingin en pabbinn kvartar. Hann bara skilur ekki hvers vegna það þarf að hafa allt svona fullkomið.. " þetta er eins og fermingarveisla" tautar hann meðan að hann fer með dót út í bílskúr og drasl á haugana. "Já, svona er að vera með mér" gjamma ég meðan að ég fægi silfrið. Nú er næstum því búið að þrífa allt, helmingurinn af herbergi dömunnar er tilbúinn og barnadótið því farið úr stofunni. Þvílíkur munur. Ég fékk næstum því víðáttubrjálæði þegar að því var lokið. Inná milli þrifa og tilfæringar húsgagna hef ég verið að aðstoðarkennarast, er að fara yfir verkefni í Almennri lögfræði hjá 1. árs nemum. Það er bara gaman en helst til ofmörg verkefni (sigh). Ég hef ekkert skrifað í ritgerðinni síðan á mánudag en það verður bara að hafa það. Þvottahúsið er allaveganna þvílíkt fínt núna og enginn óhreinn þvottur :o) ég get glaðst yfir því í nokkra daga hehe. En jæja, best að halda áfram að tuskast. Bónus tæmir svo budduna mína á eftir. Ekkert venjulegt hvað matarreikningurinn hefur hækkað.

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com