VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

7.1.03

Í tilefni af sundferðinni minni í gær set ég upp kvörtunarlista:

Ég þoli illa:
........þetta skápakerfi... einkar lagin við að láta peninginn detta niður áður en að ég læsi(vil bara hafa gamaldags lykla)
........að helmingurinn af sturtunum virkar ekki... ég meina þær blanda ekki saman heitu og köldu vatni !!
........sápunni í sturtunum... maður þarf deffennettlí að taka með sér sápu
........órakaðar dömur og ofrakaðar dömur
........litla krakka sem að glápa endalaust
........blautar klósettsetur!! hvað er málið með það að geta ekki farið rassaþurr á klósettið og allt blautt í kring oj bara
........hárlufsur út um allt... löng slepjuleg hár - hrollur...
........vigtina... sýnir óþarflega mörg kíló
........hárþurrkuna... gæti alveg eins blásið á mér hárið með munninum...

en eftir að ég er komin ofaní... þá ummmm gleymist allt
slappa af í pottinum....synda sér til hressingar ..... glápa á fólkið .....

sund er bara brilliant!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com