VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

30.12.02

Sælt veri fólkið :o) og nú eru áramótin farin að nálgast .... ískyggilega mikið og þetta fer bara að bresta á ... sprengjur og læti ... trúi því varla að jólin séu búin sniff sniff (grátur)
Helgin var bara ágæt alveg. Fór í brilljant risafjölskylduboð á laugardaginn og upplifði mig soldið sorglega innan um allt fjölskyldufólkið með barnaskarann... og það eina sem að ég var spurð um var : "ertu að fara að djamma í kvöld"... já ég er mjööög sorgleg eða kannski eru það þau sem að eru sorgleg... öll vel undir þrítugu komin með 2 krakka og feitan yfirdrátt??? Nei nei... en svo hittumst við nokkur á Gunnunni og spiluðum um kvöldið áður en að haldið var á Hvebbann... þar var troðið en tjúttað....
:-)
Sunnudagurinn var svo til sælu he he.....
Annars er maður bara að fara að vinna með borgarstjórafrúnni nýju.... og óska ég henni og Þórólfi til hamingju... já fljótt skipast veður í lofti ....
Ingibjörg Sólrún var þokkalega skotheld í fréttunum í gær... og stendur uppi sem sigurvegari eftir þessa baráttu.
Já og ég er enn að pæla í áramótaheitum.... ég var að pæla í því að taka Diljá á orðinu og afþýða ískápinn... og safna fyrir Interrail og sækja um skólavist á Bifröst, HR og erlendis.... og sjá hvert vindarnir feykja mér.... gone with the wind.......

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com