VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

2.1.03

Gleðilegt ár!!!!!
Ég er varla að ná því en nú er 2. janúar 2003! Ég hafði það yndislegt yfir áramótin eftir þvílíkan dinner að ég hef nú bara ekki kynnst öðru eins. í forrétt fengum við humar og hreindýrakjöt í aðalrétt..... þetta var svo rosalega gott að ég er enn með bragð í munninum. Skaupið var fínt... eins og í fyrra (þó kannski örlítið betra í fyrra) en mér fannst Árna-djókin alveg mátt missa sín... ég meina kallinn var svo rækilega tekinn fyrir í fyrra og mér finnst óþarfi að sparka í liggjandi mann.... en í heildina litið... mjög gott skaup.... Við vorum á besta útsýnisstað í borginni, liggur beinast við að segja, og horfðum á flugeldana og skáluðum í kampavíni kl. 00:00 eins og flestir ... og ég táraðist eins og alltaf á áramótum... sprengdum 2002 í burtu og fögnuðum 2003 :-) Svo lá leiðin í nokkur partý m.a. verkfræðingapartý í Garðabæ og bóhempartý en við gengum þó hægt um gleðinnar dyr. Annars hefur 2002 verið svona upp og ofan... í heildina litið nokkuð gott ár... en svona eins og í skaupinu þá hefði mátt sleppa nokkrum atriðum ;-) Ég fór tvisvar erlendis á árinu 2002 þ.e. til Prag og til Barcelona... fór í river-rafting en það hafði mig lengi langað að prófa... keypti mér bíl... og treysti vináttubönd... he he he ..svo maður verði korní :o)
Annars leggst 2003 þokkalega vel í mig... ég held að þetta verði besta árið mitt síðan 1998... eða ég vona það og krossa fingurnar... sjö níu þrettán.....

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com