VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

26.12.02

HÓ HÓ HÓ!!!!
Í dag er annar í jólum, hjólum... og ég er í steiktu skapi.... og komin 9 mánuði á leið eins og Diljá orðaði það brilliant jább komin 9 mánuði á leið, full af kjöti og konfekti... og eignast kálf eða í mínu tilfelli sambland af nauti og grís... e. níu mánuði! Ætli ég verði ekki að byggja útihús í garðinum mínum og sníkja fóður af kaupmanninum á horninu......... annars eru jólin búin að vera YNDISLEG og ekki getað heppnast betur að mínu mati... + það að ég fékk allar þær jólagjafir sem að ég hafði óskað mér og meira til. Hún Sigrún yndislega vinkona mín gaf mér líka surprice jólagjöf þ.e. náttföt og body-spray og ég er akkúrat í náttfötunum núna og með body-sprayið svo þetta gæti ekki verið meira sexy! Ég fékk polaroid vél frá systkinunum og geng nú um hæstánægð smellandi myndum í gríð og erg við misjafnan fögnuð viðstaddra.... Svo hefur maður límst við sjónvarpið og ég er líka, takið eftir góðir áhorfendur, byrjuð á bók.... Nafnlausir vegir... svo Röddin.... svo Lovestar... svo kannski Jón Sigurðsson ef að ég nenni eins og Helgi Björnsson?? Kræst svo er það jólabíó... guess what???? Lordinn bíður ;o)
Í gær fórum við í kirkjugarðinn og settum kerti á leiði afa míns og langömmu, heimsóttum ömmu á Skjól og fórum í Hallgrímskirkju. Presturinn ræddi mikið um að opna hjarta sitt og gefa sig 100% og standa berskjaldaður fyrir þeim sem að manni þætti vænt um. Þetta hef ég allt gert.... en hef verið að pæla í því að breyta um taktík, verða gribba og stáldrottning... en víst að presturinn segir að svona sé best að lifa.. þá held ég því áfram og þiggi þeir sem vilja ;) annars leið mér svo rossa vel í kirkjunni að ég öðlast hálfpartinn nýja sýn á lífið... fékk svona tilfinningu eins og þegar að ég hlustaði á Hard headed woman með Cat Stevens um daginn og varð fyrir vitrun... þannig upplifun var í kirkjunni í gær... ekki hægt að lýsa með orðum.
En er þetta að verða hamarsaga hjá mér??? Eins og jóli sagði forðum....
GET A LIFE and LIVE......
bestu óskir um gleðilegt nýtt ár og þið fáið áramótaheitin beint í æð innan skamms..... svo það er eftir miklu að bíða ;-)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com