VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

27.12.02

Jæja ... mín bara mætt til vinnu... ætlaði reyndar að vera í fríi en maður er svo ómissandi hérna tryggingabransanum að það er ekki lítið fyndið ha ha ha ha... nei nei annars var ekkert djamm í gær... fór bara á nett spilakvöld á Njallanum. Við spiluðum party-spilið sem er ekki í frásögur færandi og punktur. Svo sýndist mér liðið vera farið að drekka heldur stíft (ræsk) að ég dreif mig heim á bíl með bilaða rúðuþurrku... ég er nú að verða soldið pirruð á honum Snæfinni Ingasyni!!!
Annars er svona soldil lognmolla yfir helginni. Veit ekki hvert ég stefni með þessu áframhaldi???? Það er nú jólaboð á morgun með stórættinni... og ég þarf að fara NB alla leið upp á Kjalarnes!!!!! Rabbarbarasta lengst upp í sveit.. segi ég nú bara.. en alltaf gaman að hitta famelíuliðið :o)
Svo kíkir maður nú ábyggilega eitthvað niðrí bæ.. verða að prófa nýju skóna og fötin sem að ég ætla mér að verlsa á morgun í bænum... jibbí jei :o)
Svo er ég farin að pæla alvarlega í áramótaheitum.... hmmmmmm veit að þau eru ekki af hinu góða... öll komin undan djöflinum men en fjandakornið ég ætla að strengja nokkur í ár...!! Er að mynda svona topp 10 lista... ég meina þessi klassísku : hætta að reykja... léttast um 10 kg.... koma fjármálunum í lag..... hitta góðan mann.... hætta að púkka upp á lúsera.... o.s.frv. Verst er að ég reyki ekki... þarf ekki að léttast um 10 kg... kannski 3?? fjármálin í fínu lagi... og strákræflarnir??? Hver þarf á þeim að halda....????? svo mér sýnist ég vera í góðum málum fjeeeeeendinn hafi það ;-) Kannski að maður ætti að hætta að djamma og djúsa diskótekunum á hey?! en nei ekki í nánustu.... hikk hikk.
Leggst undir feld varðandi þessi áramótaheit .........

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com