VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

7.5.03

David Bekcham er með f***** 1,3 milljarða í árstekjur og Zidane og Ronaldo þarna með eitthvað aðeins minna... ég meina þessi gæjar gætu haldið uppi heilu þjóðunum í Afríku... og í næstu frétt þá er fjallað um að 3.000 börn deyi úr malaríu á HVERJUM degi í Afríku. Já auðurinn liggur á fárra manna höndum .....
já og talandi um Beckham þá ætla Spice-girls að taka lagið once more.. verst að Geri fær ekki að mæta...hún er ennþá inðedark og fær ekki að vera memm... ég verð að sjá þetta kommbakk. Ég var á mínum yngri árum þ.e. 10 ára gella, Wham-aðdáandi... fékk hvítt Sony-kasettutæki og kasettuna Make it big.. hlustaði inn og út á þessa kassettu.. þ.e. spólaði fram og til baka he he og kyssti plakat af Gogga Mækol sem að ég hafði hengt upp í minni hæð.
En svo þegar að hormónarnir fóru að kikka inn hjá minni fór ég að líta Duran hýru auga... eða kannski Wham hýru auga... :-) nei fór eitthvað að lítast betur á John Taylor og Simon Lebon... jább og svo héldu Ingi og Raggi upp á Duran Duran og ég náttla dýrkaði þá. Bar út blöð með Inga á melunum.... tókum Víðimelinn og Reynimelinn og seldum svo aukablöðin fyrir utan Melabúðina. Ingi gaf mér alltaf helminginn af ágóðanum (þó að ég hafi ekki fyrir mitt litla líf þorað að selja eitt blað) og við keyptum Bravo-blöð og skiptum myndunum af Duran á milli okkar.... og svo þegar að Herdís gisti hjá mér þá þóttumst við vera konurnar þeirra John og Simons. Lágum upp í rúmi og þeir áttu sko að liggja þarna hjá okkur undir sænginni.... ég skildi samt aldrei hvað við ættum eiginlega að vera að gera með þeim þarna undir sænginni en Herdís lá þarna í einhverjum draumaheimi he he.... ég og John vorum sko alltaf að tala saman he he..... já tímarnir hafa heldur betur breyst.... núna tala ég ekki bara undir sænginni :o)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com