VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

2.3.04

Í dag er frí í þjóðhagfræði sem er náttla ljúft en að sama skapi súrt að þurfa að mæta í aukatíma á fimmtudaginn kl. 17! En þetta löglega frí í morgun gerði það að verkum að við spiluðum Pictionary langt fram á nótt. Ég og Siggi vorum í besta liðinu og hefðum tekið þetta ef Hilmar hefði verið með meira úthald he he... annars tóku Hjörtur og Maja helv.. góðan endasprett þarna í lokin (mætti halda að þau hefðu farið í leiklistaskólann) Hjörtur er allaveganna ógleymanlegur í "prjónakjólnum". Svo horfðum við Tótlan á video sem að ÉG sofnaði yfir, ég sofna ALDREI yfir myndum en díses hvað ég gat ekki haldið mér vakandi!

Óskarinn var nettur, ég reyndar horfði ekki á hann en hef séð flestar myndanna og var þokkalega sátt við verðlaunin til leikaranna. Mér finnst náttla Sean Penn svoooooo sexy og geggjaður... hann var alveg að eiga þetta skilið kappinn... Hef samt alltaf fílað það þer að hann mætir ekki á Oscarinn en honum finnst asnalegt að keppa í leik og ég elska það þegar að leikarar hafa eitthvað að segja eins og hann. Þess vegna er ég pinku svekkt að hann hafi mætt en....

Survivor var í gær. Ég er ein af þessum sem að get ekki fengið leið.... stundum pæli ég í því hvort að það sé eitthvað að hjá mér eða hvort að guð hafi sett eitt aukagen af raunveruleikasjónvarpi í mig??? Allaveganna þá ligg ég yfir þessu. Hatch datt út í gær, feiti homminn sem að vann 1. seríuna. Ég hef alltaf fílað hann fyrir hvernig hann tók þau í fyrstu seríunni í bakaríið. En þau verða ábyggilega fegin þarna á ströndinni að losna við hann og félagann sem er alltaf til sýnis!

Próftaflan er komin og við byrjum 30. mars í félagarétti.... ég trúi ekki að það sé að koma að þessu!!! sem minnir mig á að það er próf í Lobba á morgun svo .....

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com