Föstudagurinn síðasti byrjaði furðulega en ég var vöknuð, farin í bæinn og mætt niðrá Alþingi fyrir kl. 11.
Ég, Bragi og Bjarki hittumst samt á Kaffi París áður en við fórum niðrá Alþingi og fengum okkur kaffibolla. Þar sat Gunnar Dal og ræddi heimspeki, ferlega notalegt. En allaveganna þá gekk fundurinn hjá allsherjarnefnd vel og stóð Bjarki sig með stakri prýði. Umræðuefnið var lögmannafrumvarpið og þykir okkur það jafnræðismál að Viðskiptaháskólinn á Bifröst og fleiri skólar sem að kenna lögfræði fái að útskrifa lögfræðinga eftir 5 ára nám líkt og Háskóli Íslands. Svo virðist samt sem einhver tregða sé í Hí mönnum og töluðu þeir gegn breytingum á lögunum, það er sem sagt bara hægt að kenna lögfræði á einn hátt og það er háttur HÍ.... svo viljum við nú varla að Bændaskólinn á Hvanneyri geti útskrifað lögfræðinga en það var ein helsta röksemd HÍ manna gegn því að VHB, HR og HA fengu að útskrifa lögfræðinga.... en nóg um það.. þetta var gaman og spennandi...
Svo var kokteill í KPMG. Ég var reyndar svo þreytt eitthvað eftir fundinn með Allsherjarnefnd að ég ákvað að leggja mig fyrir KPMG og svaf yfir mig! Vaknaði ekki fyrr en kl. 18 alveg rugluð í ríminu.... ákvað því að sitja heima enda höfðu fáir saknað mín. Ég horfði því á Idolið með Kötu skvís og eldaði Carbonara sem að mistókst smá fyrir okkur systur þar sem að makarnir voru ýmist að vinna eða í sundi í Hveragerði.
Svo var glápt á imbann og ég skutlaði vini hans Sverris heim um kl. 1 og hann spurði mig hvort að ég væri yngri eða eldri en Kata skvís!!!!!!! Jahá detti mér allar dauðar..... ég er 10 árum eldri he he he
Laugardagurinn fór í hálsbólgu.... reyndar ákvað ég að elda lasagnia fyrir Snorra og Ingvar og Önnu Dóru sem að þau átu með bestu lyst ;-) fór svo til Siggu og glápti á imbann og það var ekki lítið sem að við kjöftuðum... við gátum aldrei byrjað á myndinni. Sunnudagurinn fór svo í tengdó í báðar áttir ;-)
Núnar er ég að fara í próf eftir klukkutíma, adios....
<< Home