Ég lifi leiðinlegu lífi þessa dagana þ.e. próf-lífi... ég hef því ekki frá miklu að segja nema... jú annars Eurovision!!! Horfði á fyrstu tvo þættina "upphitun Norðurlanda" og skemmti mér konunglega. Já ég er svag fyrir söngvakeppnum og spurningakeppnum. Bestu lögin að okkar, hérna í Selvogsgrunni, mati eru Rússland (haba haba... sjá mynd) og Belgía þ.e. af þeim lögum sem að komin eru. (við erum svo commersíal hérna að það er ekkert lítið) Rosalega eru sum lögin og myndböndin samt fyndin. Þetta er hin besta skemmtun, ég segi það satt. Svo er mjög skemmtilegt að hlusta á Eurovision-spekingana kommenta á lögin... Eiríkur Hauks alveg að standa sig.... reyndar fíla ég ekki alveg þennan nýja Dana... hann blaðrar út í eitt!! En aftur að lögunum... þau verstu og hallærislegustu eru án efa Albanía (afarnir taka dans á sundlaugarbakka, sjá mynd til hægri), Hvít Rússland (gellan reynir að syngja á ensku en er illkskiljanleg), Kýpur (sílíkonbrjóst er það eina sem að ég man), Írland (þetta lag á að vera cry for love en ætti frekar að vera cry for help), Tyrkland (úff) og Pólland (hvað var málið með rauðu hárkolluna!!!).
Og meðan ég man þá eru hér aprílmyndir
<< Home