VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

14.4.06

Langur föstudagur

Voðalega er eitthvað leiðinlegt veður úti. Ég og Kata skvís sitjum bara og lærum. Ég er að skrifa BS-ritgerðina mína og er einmitt núna að gera sambanburð á íslenskum raforkumarkaði við önnur lönd og Katrín teiknar upp hvarfganga!
Í dag er hollustudagur og veitir ekki af þar sem að skírdagur var einn stór sukkdagur. Einhver sem að þið kannist við var nefninlega þunnur í gær og skrifaði þar af leiðandi ekki staf í ritgerðinni sinni og át bara óhollustu út í eitt!! Miðvikudagskvöldið var mjög skemmtilegt... en þá var Tinna að fagna próflokum og Tótlan hélt partý. Hér getiði séð myndir.
Yours forever drakk 1 glasi of mikið og var í obbosslegu stuði og gerði skandala... hér eru nokkrar setningar :

-eru þetta dætur þínar? (sagt við eina í hópnum)
-eru þið tvíburar?
-þið eruð bara á undirfötunum!
-voðalega ert þú lítil!
-fyrirgefðu að ég kleip þig í rassinn en ég hélt að þú værir systir þín, þið eruð alveg eins að aftan!
-ég drekk bara spænsk rauðvín
-Tumi er YNDISLEGUR maður

Nú svo lá við slagsmálum þegar að ég var að grípa taxa heim en þá ruddist strákur fyrir framan mig .. þvílík frekja og ég varð nett sturluð! Hann reyndi þá að fá okkur með í bílinn en ég fnæsti bara og froðufellti.. DÓNI! Svona var svo stemmarinn þegar að heim var komið, ég í hláturskastinu!!!!!

Núna er sumarbústaður næstur á dagskrá. Rólegheit og afslappelsi og "löglegt" frí frá ritgerð... það þýðir hins vegar að ég verð að skrifa fram á kvöld.
P.s. Ég er búin að fá tvö páskaegg og málshættina:
-Fiskur tekur beitu en öngull fisk
-Betur vinna hyggindi en harðindi
Mér finnst þessi fyrri mjög viðeigandi þar sem að ég er að leita mér að laxi og er sko sjálf beitan... en svo er ég bara öngull ha ha ha ha... djók ... (bs að gera mig nett geggjaða)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com