VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

3.12.06

X-faktor og grænmetisbuff

Ég horfði á minn annan þátt af X-faktor um helgina. Ég sem hef svo mjög gaman að svona raunveruleikaþáttum verð nú að játa það að þessi þáttur byrjar ekki vel. Ég fékk nettan kjánahroll í fjölmörg skipti og gat ekki séð að mikið færi fyrir hæfileikum þátttakenda??? Kannski að það sé hægt að þjálfa þetta lið upp??? Einn gaurinn komst áfram út af því að hann gekk á höndum og skoppaðist um???!!!! Hrópaði svo hástöfum að hann væri að fara til Reykjavíkur þegar að hann komst áfram. Ein stelpa fékk tvær tilraunir þ.e. það var búið að neita henni en af því að hún var svo sæt og svo mikið krútt fékk hún að syngja aftur og jamm komst áfram, get samt ekki alveg hrópað húrra fyrir söng hennar í 2. skiptið. Æ, ég er eitthvað ekkert heit fyrir þessum þætti :( en kannski poppast þetta eitthvað upp??

Var boðin í 3. rétta máltíð á hæðinni fyrir neðan. Fékk mozarella og tómata í forrétt (er ennþá að ropa upp hvítlauk, E heppinn að vera ekki hér í kvöld), í aðalrétt var boðið upp á grænmetisbuff og delissjöss sósu og í eftirrétt var blaut sjúttlaðikaka með ís og alles. Ekkert smá ljúffengt, takk fyrir mig :) Ég á að vera að skrifa skattaréttarritgerð sem mér liggur við að segja að sé eitt erfiðasta verkefni vetrarins! Ég kemst ekkert áfram í henni og skil varla helminginn af því sem að ég les um efnið. Núna er hins vegar næst á dagskrá kjötbollugerð al la Sverige og matur með meisturum og lærimeisturum þeirra.

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com