VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

24.2.06

Svolítið gaman að pæla í því hvernig fólk heilsast. Spánverjar kyssa mann t.d. bak og fyrir. Man þegar að ég hitti pabba eins spænsks vinar míns út í Þýskalandi. Pabbinn vildi kyssa mig en ég hörfaði og lét handabandið nægja. Skammaðist mín svo hryllilega því að ég hélt að ég hefði móðgað hann. Ég bara þekkti manninn ekki neitt og fannst eitthvað of persónulegt að fara að knúsa hann þarna. Í gærkveldi var ég kynnt fyrir nokkrum strákum og þá fannst mér handabandið vera eitthvað svo hallærislegt en átti ég að kyssa þá? Það væri kannski aðeins of mikið eða? Er ekki til eitthvað þarna á milli?

____________________________________________________________

Fór á X-Fm tónlistarhátíðina í gær í boði Tótlu. Við T&T hittumst á Vegamótum og fengum okkur léttan dinner og hvítvín. Ég veit að ég sagði um daginn að ég væri hætt að panta mér hvítvín á Vegamótum en ég bara VARÐ að fá mér hvítvín með humarsúpunni sem að ég pantaði mér. Mikið er yndislegt að sitja með tveimur föngulegum og fríðum dömum á Vegamótum og kjafta. Það gerist varla betra. Við fórum svo á verðlaunahátíðina og sáum Dr. Spock, Jakobínurínu, Trabant, Brain Police og Jeff who who spila. Mér fannst Jeff og Trabant geðsjúklega flottir, alveg að fíla þá. Nú Ampop verðlaun fyrir besta lagið og bjartasta vonin, Jakobínarína fyrir nýliðar ársins, Dr. Spock fyrir besta tónleikabandið, Sigurrós fyrir besta myndbandið og Trabant fyrir bestu plötuna svo eitthvað sé nefnt. Rúnar Júlíusson fékk heiðursverðlaun og í kynningunni kom immit fram að þegar að hann var rúmlega tvítugur þá var hann íslandsmeistari í knattspyrnu, nýbúinn að byggja sér hús, var í vinsælustu hljómsveit landsins og kærastan hans var ungfrú Ísland!!! Töff, töff, töff....
Við kíktum svo á Gaukinn. Ég hef ekki farið þangað í mörg ár! Og umleið og ég kom inn á staðinn mundi ég hvers vegna. Það var eins og ég væri komin í fermingarveislu! Ég veit að ég hef nú stundum deitað yngri stráka en kommon!!!! Við trítluðum því upp á Ölstofu og spjölluðum við alla og enga.
Vonbrigði kvöldsins: Ég sá EKKI Jónsa í Svörtum fötum :(

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com