VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

25.2.06

FJÖGUR STÖRF SEM ÞÚ HEFUR UNNIÐ UM ÆVINA:
1. Bensínafgreiðslustúlka á Shell (það var ekki minn tebolli og þeir sem að þekkja mig vita hvers vegna ;)
2. Matráðskona í Dillonshúsi á Árbæjarsafni (þar var ég í voða fínum búning)
3. Útlánafulltrúi hjá Frjálsa Fjárfestingarbankanum (þar gat ég verið í pilsunum mínu á háhæluðu skónum mínum)
4. Sjóðaumsýsla hjá Sameinaða líftryggingarfélaginu (þar réð ég ríkjum og blómstraði)

FJÓRAR BÍOMYNDIR SEM ÞÚ GÆTIR HORFT Á AFTUR OG AFTUR:
1. Cinema Paradiso (ég horfði á þessa mynd endalaust mikið þegar að ég var unglingur)
2. The Notebook (nýjasta æðið mitt)
3. Love Actually (þessa sá ég fyrst í bíó í Lundi)
4. Notting Hill (þessi er BARA yndisleg)
(ég get reyndar skrifað svona 10 myndir þarna, elska svona rómantískar gamanmyndir)

FJÓRIR SJÓNVARPSÞÆTTIR SEM ÞÚ ELSKAR AÐ HORFA Á:
1. 24 (Jack og ég erum eitt)
2. Desperate housewives (Gabrielle Solis er líkamleg fyrirmynd mín)
3. Idol (ég bara hreinlega elska þetta bull)
4. Lost (spenna dauðans)

FJÓRIR STAÐIR SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ TIL FRÍ:
1. Prag (Ein fallegasta borg sem að ég hef séð)
2. Róm (Ein magnaðasta borg sem að ég hef séð)
3. Barcelona (Ein skemmtilegasta borg sem að ég hef séð)
4. Berlín (Ein speisaðasta borg sem að ég hef séð)
(Vá hvað ég gæti skrifað margar borgir á þennan lista en þær eru næstum því allar evrópskar, verð að fara að koma mér út fyrir Evrópu)

FJÓRAR VEFSLÓÐIR SEM ÞÚ HEIMSÆKIR DAGLEGA:
1. www.barnanet.is/eirikurtumi
2. www.mbl.is
3. www.bifrost.is
4. www.kbbanki.is
(svo öll bloggin hjá vinum mínum og ókunnugum líka)

FJÓRIR UPPÁHALDS VEITINGARSTAÐIR:
1. Austur Indíafjelagið
2. Sjávarkjallarinn
3. Vegamót
4. Argentína

FJÓRIR SKÓLAR SEM ÞÚ HEFUR SÓTT:
1. Menntaskólinn í Reykjavík
2. Háskóli Íslands
3. Viðskiptaháskólinn á Bifröst
4. Universitat Lueneburg

FJÖGUR UPPÁHALDS PIZZUÁLEGGIN ÞÍN:
1. Skinka
2. Piparostur
3. Sveppir
4. Tómatar

FJÓRIR UPPÁHALDS DRYKKIR:
1. Pepsi Max
2. Ískalt vatn
3. Milliþurt hvítvín
4. Bjór

FJÓRAR UPPÁHALDS LYKTIR:
1. af Eiríki Tuma litla sætasta
2. Vanilla
3. Hypnotic poison
4. Nýþveginn þvottur

FJÓRIR UPPÁHALDS EFTIRRÉTTIR:
1. Frönsk súkkulaðikaka
2. Ís, ávextir og rjómi
3. Svampterta með rjóma,jarðaberjum og súkkulaði
4. Ostakaka

FJÓRIR FRÆGIR KARLAR SEM ÞÚ FÍLAR:
1. Brad Pitt
2. David Beckham
3. Garðar Cortez
4. Jónsi í Svörtum fötum
(Tveir að þessum mega alveg sleppa því að tala he he he)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com