Allt í steik
Afleiður eru að gera mig geðveika! Og ég sem þykist ætla að fara að vinna hjá bönkunum á fjármálamörkuðum!! Æi ég er eitthvað treg þessa dagana .... er að reyna að "teikna" upp gröf í excel og bla bla ... allt í steik! Helgin var góð. fór í matarboð bæði á föskv og laugkv. og pantaði pizzu á sunnudagskv. átakið því líka í steik. Nú svo er ég með harðsperrur eftir massívar lyftingar í sl. viku=allt í steik í líkamanum + hálsinn minn er í steik því að ég er með hálsbólgu! Held að ég fái mér bara steik í kvöldmatinn....
___________________________________________________________
Eurovision og Idol
Ja, ekki kom það á óvart að Silvía Nótt ynni Júróið. Ég ELSKA Homma og Nammi og gullbrækurnar þeirra. Ég verð pottþétt í gullbrók fyrir framan tv í maí, kemur ekki annað til greina! Ég náði nú samt eila ekkert að kjósa, kaus eitt lag fyrir mömmu og Andvaka.. ætlaði svo að kjósa meira en símkerfið alveg hrunið he he....
Bingóið datt út í Idolinu og er það vel. Samt var hún nú ekki verst í þessum þætti heldur Eiríkur sem að var rammfalskur og hreinlega alveg hryllilega óspennandi. Fór illa með BeeGees lagið, eða hvað fannst ykkur?
<< Home