Það er hægt að segja að ég hafi brugðið undir mig betri fætinum því að ég skellti mér í heimsókn til þeirra Glanna glæps, Sollu stirðu og íþróttaálfsins um daginn, já ég fór í heimsókn í Latabæ. Fengum leiðsögn um 5000 fm.svæði en starfsemi Latabæjar hefur breitt töluvert úr sér á stuttum tíma svo ekki sé minna sagt. Við hittum brúðugerðafólk, búningahönnuði, grafíkhönnuði, “stunt”leikara og sáum íþróttaálfinn sjálfan. Íþróttaálfurinn var samur við sig, í þrusuformi og stjórnaði öllu í stúdíóinu með harðri hendi. Í Latabæ er velbúið að öllum og þar er að finna hvíldarherbergi, íþróttasal með lyftingatækjum, nuddstofu og flott mötuneyti. Þarna er meira að segja japönsk kaffistofa! Það var rosalega gaman að fá að koma í heimsókn í Latabæ en nú er verið að taka um 18 nýja þætti. Latibær er nú sýndur í 70 löndum.. alveg hreint frábært!
_________________________________________________________
Hef séð Crash og Walk the line. Þær eru báðar góðar. Mér fannst Walk the line frábærlega vel leikin og ég var rosalega ánægð með hana. Nú svo klikkar aldrei lunch á Vegamótum. Hitti T&T þar í hádeginu og fékk mér ferskt kalkúna og pastasalat, alveg uppáhalds! Nú það sem að er á dagskrá er vísindaferð í Eimskip, bíóferð, bjútítrítment og fleira ásamt skrifum á Bs-ritgerð minni og PRÓFLESTRI... já það fer að styttast í 2 próf hjá mér... úff hvað tíminn flýgur. En nú er best að snúa sér að afleiðuverkefni dauðans með strákunum mínum. Hey eitt að lokum, fór í prufutíma í Yoga og það var geggjað, eitthvað sem að ég ætla að prófa frekar og ég er fastagestur í ræktinni 6 dagar í viku!! Er ég ekki dugleg??
<< Home